søndag den 19. januar 2014

Vorhugur fræhugur

Ég keypti um daginn 20-30 pakka af grænmetisfræjum fyrir matjurtargarðinn. Ég pantaði þau á netinu , gamalt ítalskt fræfyrirtæki. Það sem ég pantaði er var meðal annars, rauðrófur, sítrónubasill, salat, gúrku,fennel,og hestabaunir.
Ég hef ákveðið að sá þessu eftir fallegu plakati sem systir mín gaf mér í jólagjöf, þar sem ákveðnar plöntur eru vaxa saman á ákveðnu svæði og svo skiptir maður um svæði á milli ára , notar sem sé sáðskipta aðferð.  Það gertur verið að ég stækki matjurtargarðinn. Nú bíð ég spennt eftir fræpakkanum.
http://www.seedsofitaly.com/





Ingen kommentarer:

Send en kommentar