onsdag den 5. februar 2014

Landvarðar námskeið

Landvarðarnámskeið
Gamall draumur að rætast!
Ég er einlega ekki að trúa þessu
Þetta er geðveikt gaman.
Ég bjarga fólki hægri vinstri út sjálfheldu og kem í veg fyrir að alvarlegur skaði verði gerður á náttúrunni og fer með fólk í náttúruskoðunar ferðir þar sem fer fram náttúrutúlkun sem getur fengið fólk til að hugsa sinn gang hvernig við umgöngust þessar náttúruperlur. Reyndar er þetta allt gert í tölvunni að minni hálfu enn sem komið er. Verkefnin sem við landvarðarnemar fáum eru byggð á alvöru atvikum sem hafa gerst hjá reynsluboltunum kennurunum okkar á námskeiðinnu. Það er þónokkuð spennandi að sjá hvort ég leysi verkefnið eitthvað í líkingu við það sem þau gerðu í raunveruleikanum. En ég fer svo í Skaftafell að spreita mig á allvöru náttúru á næstunni.
Það er nú annað er samt sem mér finnst mjög sorglegt að það eru svona fáir landverðir og litlu fjármagni veitt í þetta á sama tíma og ferðamönnum fjölgar og ágangur á þessa staði orðinn svo mikill að þeir eru að skemmast og kannski ekki sóma í sýna landið á þennan hátt. Seinustu viku hef ég verið reyna setja mig ínn málefni, auðvitað bara í gegnum netið þar sem ég bý í Danmörku. Og þetta virkar eitthvað svo sundurlaust og tilviljanakennt hver ber ábyrð á þessum náttúrperlum. Ég fer eiginlega bara í vont skap að horfa á íslenskan fréttafluttning um ferðamál. Það eru alltaf allir að kenna einhverjum öðrum um og fólk er líka með einu bestu skoðunnina og lausnina sem gengur oft út á að það á einhver annar að redda þessu. Ég spyr af hverju að hafa lög um að friða þessi svæði ef ekki er gert mögulegt að fram fylga þeim?  Svona gæti ég haldið áfram endalaust en ég verð bara súrari og svekktari ef ég held áfram þess vegna hætti ég nú


Þetta eru friðlýst svæði á Íslandi
http://www.umhverfisstofnun.is/einstaklingar/nattura/fridlyst-svaedi/





Skaftafell - mosi og lyng
snúið birki í Skaftafelli
Skaftafell


Sjá líka