onsdag den 27. marts 2013


Hugleiðsla eða pæling um grænan fatnað

Núna þegar það flotasat flota er að vera með hænur í bakgarðinum og rækta eiginn garð á vistvænan hátt ásamt því að borða mat frá náttúrunni. Þá hef ég tekið eftir því að þeir sem eru gúrúarnir og postullarnir í þessari grænu byltingu, átrúnaðargoðin, að það lítur út á ákveðinn hátt og það er ekki tilviljunum háð. Það er klætt mjög meðvitað á ákvaðinn hátt, í stil við boðskapinn.  Það er eins og þau öll hafi verið hjá stíllista. Eitt dæmi um þetta er Camilla Plum, alltaf með bundnar flottar slæður um vilt hárið. Oft í bómull eða hör. Oft á tíðum með sérstaka skartgripi sem undirstrika lífsgleði konunar og allan áhugan á fjölbreytileika  hvort sem það er í plöntum eða matarkúltur.
Signe Wennberg er annað dæmið. Hún hefur hannað sína eigin garðyrkju fatalínu með sértökum þægilegum flottum háum stígvélum sem er allveg er hægt að vera í berfætt eða í sokkabuxum.  Enn og aftur þessi vönduðu hráefni. Oft í grænum tónum sem passa við gróðurhúsið. Klæðaburðuinn undirstrikar oft kvenleikan.
Frank, bonderøv og fjölskylda. Hann er reyndar oft í vinnubuxum, en með sinn eigin stíl, nærri alltaf með sexpensara. Oft í heimaprjónuðum ullarpeysum. Og svo eins og hann segir sjálfur lag á lag sem hann fer úr eftir því sem hitastigið hækkar þegar líður á daginn. Góður efniviður í flíkunum er greinilega mikillvægt hér. Hlest búið það til sjálfur.
Alys Fowler er enn eitt dæmið, sjálfbær garðyrkjukonu sem er með þætti á BBC. Hún er rosa smart, kvenleg oft í retrokjólum frá 1950 og með ullar- vinnugriflur í moldinni. Hún er greinilega líka mjög tillfinningarlega tengd plöntunum sínum, með tárin i augunum þeger kemur vorhrétt og allar vorspíruðu saltatplönturnar dóu.
Málið er praktiskt, ekki ljótt, oft úr vönduðum helst lífrænum efnum og persónulegt. Þetta á greinilega ekki að vera vinnuföt þó að þau séu það. Fatnaður sem er hægt að hreyfa sig og svitna í en má samt vera smart og kvennlegur ef maður er kona.








søndag den 3. marts 2013

Smukke ord om planter










Grænar blóma /plöntu tilvitnanir ég safna þeim. Hér kemur smá sýnishorn