søndag den 19. januar 2014

Vorhugur fræhugur

Ég keypti um daginn 20-30 pakka af grænmetisfræjum fyrir matjurtargarðinn. Ég pantaði þau á netinu , gamalt ítalskt fræfyrirtæki. Það sem ég pantaði er var meðal annars, rauðrófur, sítrónubasill, salat, gúrku,fennel,og hestabaunir.
Ég hef ákveðið að sá þessu eftir fallegu plakati sem systir mín gaf mér í jólagjöf, þar sem ákveðnar plöntur eru vaxa saman á ákveðnu svæði og svo skiptir maður um svæði á milli ára , notar sem sé sáðskipta aðferð.  Það gertur verið að ég stækki matjurtargarðinn. Nú bíð ég spennt eftir fræpakkanum.
http://www.seedsofitaly.com/





mandag den 6. januar 2014

Sá úr kryddhillunni og búrinu


Ég og Ísafold keyptum nokkra ávexti og fórum inn í búr og í kryddhilluna og tókum ýmislegt fram. Meðal annars kardimommu fræ, negullnagla, kjúklingarbaunir, gúrmerik ferskt ,stjörnu melónu og papayja. Líka svartar baunir.  Við tókum líka steinn úr mangó og skárum-i skellina svo sjálft  fræið út og settum steininn flatan ofan í pott . Nokkrum dögum seina eru kjúklingabaunirnar, svörtu baunirnar og melónunar spíraðar.