søndag den 1. december 2013

Garðvinna í nóvember

Ég tók inn restinn af tómötunum úr gróðurhúsinu í dag. Þeir voru flestir grænir. Svo tók ég upp svolítið af gulrótum og rauðrófum. Ég tók lika upp
það sem kallast hér í landi jordskokkar og þeir voru þónokkuð stórir. Líka mitt fyrsta selleríhöfuð í ár. Svolítið af salati og kryddjurtum líka. Allt þetta var eldað í kvöldmatinn með grilluðum svínakótilettum. Ég notaði nýju kvíslina mína sem ég fékk í afmælisgjöf og hún fór í gegnum moldina eins og smjör. Frábært að hafa góðgarð áhöld, hlutur sem ég líta á sem nauðsynlegan lúxus í mínu lífi. Það má margt annað vanta en ef maður er með góð garðyrkjuáhöld þá er hægt að lifa lífinu.