søndag den 1. december 2013

Garðvinna í nóvember

Ég tók inn restinn af tómötunum úr gróðurhúsinu í dag. Þeir voru flestir grænir. Svo tók ég upp svolítið af gulrótum og rauðrófum. Ég tók lika upp
það sem kallast hér í landi jordskokkar og þeir voru þónokkuð stórir. Líka mitt fyrsta selleríhöfuð í ár. Svolítið af salati og kryddjurtum líka. Allt þetta var eldað í kvöldmatinn með grilluðum svínakótilettum. Ég notaði nýju kvíslina mína sem ég fékk í afmælisgjöf og hún fór í gegnum moldina eins og smjör. Frábært að hafa góðgarð áhöld, hlutur sem ég líta á sem nauðsynlegan lúxus í mínu lífi. Það má margt annað vanta en ef maður er með góð garðyrkjuáhöld þá er hægt að lifa lífinu.

onsdag den 20. november 2013

Afmæli með blómum í nóvember

Ég varð fertug þann 11. nóvember síðasta.
Ég hélt smá veislu. Þetta var frábær dagur. Það hafði verið rigning dagana á undan og dagana á eftir líka en þennan mánudag í nóvember var sólskin, logn og svolítið kalt. Takk allir fyrir að gera þennan dag svona ljúfan og eftirmynnilegan.
En það sem ég vildi skrifa um í þessu samhengi er hverning er hægt að halda veislu með blómum í nóvember. Þetta verður framhaldssaga þar sem blómin sem um er talað lifna við næsta vor.
En hér fyrir neðan sjáið þig boðskortið sem sumir fengu.
Tusend tak for en fantastisk dag.
-
Ég bað gesti sem sé að koma með haustlauka. Sem eru fyrir þá sem það ekki vita blómalaukar eins og túlipanalaukar, páskaliljulaukar, krókusarlaukar  og fl. sem er sett niður að hausti áður en frýs að ráði og svo að vorinu springur allt út eins og brjálað.   Margir af gestum komu með haustlauka og svo voru nokkrir sem hjálpuðu mér að setja þá niður áður en myrkrið skall á. Ég hafði grafið mjóan skurð í lóðina fyrir framan húsið upp við hekkið. Ég fékk marga mismunadi lauka og myndirnar hér fyrir sína sitt lítið að hverju.  Það voru settir niður svolítð af hvítlauk þar fyrir utan þar sem sem þetta er líka fín tími fyrir að setja hann niður.
Þetta var rosa gaman og hressandi að fara aðeins út og leika sér í moldinni




Ég þakka líka fyrir hvað laukarnir eru ótrúlega vel valdir með natni.
Tusend tak for utrolig godt valgte efterårsløg og alle de ander pæne gaver!


















Svo koma nokkrar myndir af veitingunum




fredag den 8. november 2013

Húsdýrahald: kannski í þéttbýli

Ég fór að hugsa um dýrahald, líklega út af því að við erum búnar að fá kanínur inn á heimilið. Ég er að hluta til alin upp í sveit á bóndabænum Hrísdal á Snæfellsnesi þar sem afi og amma bjuggu. Svo hef ég verið mikið út í sveit hjá öðrum ættingjum mínum í æsku.  Í Hrísdal voru kindur, hænur, kýr, hestar , hundar og kettir. Svo voru reyndar Úrsúla frænka með angórakannínur á tímabili eftir að amma og afi hættu að búa. Ég tel mig hafa frekar afslappað viðhorf til dýra og frekar heilbrigt miðað við marga borgarbúa sem aldrei hafa búið í sveit. Það sem ég var að pæla í var reyndar það að vera sjálfum sér nógur um afurðir dýranna hvort sem það er kjöt, mjólk eða egg. Ég væri í raun löngu komin með hænur ef ég hefði ákveðið að gefa mér tíma í það. Ég þekki til fólks hér í nágrenninu sem gerir það og gengur vel. Svo hef ég líka sérð fólk hér með býflugur í bakgarðinum.  Það eru fleiri og fleiri sem gera þetta og líka á Íslandi meðal annar Hallur mágur minn býr á Akureyri og kona sem ég þekki í Keflavík
sjá linka hér :http://skritin.is/category/kalgardurinn/ og http://www.dv.is/frettir/2010/10/11/geitin-er-enn-i-skodun/
Ég fór líka að hugsa hvort ekki væri leyfilegt og hentugt að hafa míníbúskap í hesthúsahverfum. Þá mundi ég allt í einu að það gerði Hjörtur föðurbróðir minn á Helluvar með 20 -30 kindur sem hann svo fór með inn af Rauðnefstöðum eyðibýli sem gömull frænka átti að vorinu til að vera þar á fjalli. Ég veit ekki hverjsu aðgengilegt það er að gera svona almennt. En gaman væri að fleiri gætu gert svona og geri fólki eflaust gott að vera í tengslum við náttúrunn á þennan hátt. Pabbi borgaði líka lengi vel fjallskilagjald til Fljótshlíðar af þessum landskika eftir að hann og systkini hans erfðu landi eftir Mundu frænku.
Ég var reyndar í hjóltúr núna um helgina og þá sá ég helling af dýrum sem fólk hér í útjarði Kaupmannahafnar var með. Meðal annars þessar hænur.

lørdag den 12. oktober 2013

Rómatiskur væminn garður



 Þetta er mjög fallegar myndir og blóm
Þetta er eiginlega öfugt við þá hugmyndir sem ég hef um garðyrku. Hér er fegurðinn mikillvægari en ætanleiki. Þetta er einhverskonar prinssessu leikur í garðinum.






torsdag den 26. september 2013

Fræ

Nú er tíminn til að safna fræum. Það gerði ég um seinustu helgi.  Þegar safnað er fræjum þá þarf að vera þurrt í veðri vegna þess að ef einhver raki er úti þá sest sá raki í fræhirslunar og eykur líkurnar á að fræið mygli. Þess vegna þarf líka setja fæið á heitan og þurran stað inni eftir að það er tínt. Það er líka þess vegna sem það er best að tína fræi í bréfpoka svo hægt sé að setja pokann strax til þurrkunar.
Ég skrifa alltaf nafnið á plöntunni og dagsetningu á bréfpokann. Það sem ég lít eftir til að vita hvort fræin eru tilbúin er að þau séu hörð að koma við. Að það sé enginn safi eftir í fræhirslunum og helst að þær sé sölnaðar upp. Fræinn eru oft orðin svolítið dökk þegar þau eru tilbúin.
Fræ eru frábær. Eitt lítið fræ getur orðið að risastóru tré. Eítt lítið fræ getur fætt heila fjölskyldu. Eða einn lófi af salat fræ getur fyllt heilan garð svo hægt sé að borða salat í marga mánuði.
Það þarf 3 til: Sól, vatn og mold og þá umbreytist þetta pínulitla harda þurra kusk í risastóra plöntu. Plælið í möguleikunum! Svo eru þau lika ótrúlega fjölbreytt og falleg. Kíkið aðeins nánar á morgunfrúar fræið.
Það sem  ég hef tínt í ár eru: salat, morgunfrú, flauelsblóm, stokkarósir, dill, koríander, kornblóm, stor kavalier og steinselja. Ef þið viljið skoða aðeins meira í fræjum skoðið þið þá
Eftir farandi link:http://www.pinterest.com/MariaBirna/seeds-fr-fr/
salat fræ