torsdag den 26. september 2013

Fræ

Nú er tíminn til að safna fræum. Það gerði ég um seinustu helgi.  Þegar safnað er fræjum þá þarf að vera þurrt í veðri vegna þess að ef einhver raki er úti þá sest sá raki í fræhirslunar og eykur líkurnar á að fræið mygli. Þess vegna þarf líka setja fæið á heitan og þurran stað inni eftir að það er tínt. Það er líka þess vegna sem það er best að tína fræi í bréfpoka svo hægt sé að setja pokann strax til þurrkunar.
Ég skrifa alltaf nafnið á plöntunni og dagsetningu á bréfpokann. Það sem ég lít eftir til að vita hvort fræin eru tilbúin er að þau séu hörð að koma við. Að það sé enginn safi eftir í fræhirslunum og helst að þær sé sölnaðar upp. Fræinn eru oft orðin svolítið dökk þegar þau eru tilbúin.
Fræ eru frábær. Eitt lítið fræ getur orðið að risastóru tré. Eítt lítið fræ getur fætt heila fjölskyldu. Eða einn lófi af salat fræ getur fyllt heilan garð svo hægt sé að borða salat í marga mánuði.
Það þarf 3 til: Sól, vatn og mold og þá umbreytist þetta pínulitla harda þurra kusk í risastóra plöntu. Plælið í möguleikunum! Svo eru þau lika ótrúlega fjölbreytt og falleg. Kíkið aðeins nánar á morgunfrúar fræið.
Það sem  ég hef tínt í ár eru: salat, morgunfrú, flauelsblóm, stokkarósir, dill, koríander, kornblóm, stor kavalier og steinselja. Ef þið viljið skoða aðeins meira í fræjum skoðið þið þá
Eftir farandi link:http://www.pinterest.com/MariaBirna/seeds-fr-fr/
salat fræ










Ingen kommentarer:

Send en kommentar