fredag den 8. november 2013

Húsdýrahald: kannski í þéttbýli

Ég fór að hugsa um dýrahald, líklega út af því að við erum búnar að fá kanínur inn á heimilið. Ég er að hluta til alin upp í sveit á bóndabænum Hrísdal á Snæfellsnesi þar sem afi og amma bjuggu. Svo hef ég verið mikið út í sveit hjá öðrum ættingjum mínum í æsku.  Í Hrísdal voru kindur, hænur, kýr, hestar , hundar og kettir. Svo voru reyndar Úrsúla frænka með angórakannínur á tímabili eftir að amma og afi hættu að búa. Ég tel mig hafa frekar afslappað viðhorf til dýra og frekar heilbrigt miðað við marga borgarbúa sem aldrei hafa búið í sveit. Það sem ég var að pæla í var reyndar það að vera sjálfum sér nógur um afurðir dýranna hvort sem það er kjöt, mjólk eða egg. Ég væri í raun löngu komin með hænur ef ég hefði ákveðið að gefa mér tíma í það. Ég þekki til fólks hér í nágrenninu sem gerir það og gengur vel. Svo hef ég líka sérð fólk hér með býflugur í bakgarðinum.  Það eru fleiri og fleiri sem gera þetta og líka á Íslandi meðal annar Hallur mágur minn býr á Akureyri og kona sem ég þekki í Keflavík
sjá linka hér :http://skritin.is/category/kalgardurinn/ og http://www.dv.is/frettir/2010/10/11/geitin-er-enn-i-skodun/
Ég fór líka að hugsa hvort ekki væri leyfilegt og hentugt að hafa míníbúskap í hesthúsahverfum. Þá mundi ég allt í einu að það gerði Hjörtur föðurbróðir minn á Helluvar með 20 -30 kindur sem hann svo fór með inn af Rauðnefstöðum eyðibýli sem gömull frænka átti að vorinu til að vera þar á fjalli. Ég veit ekki hverjsu aðgengilegt það er að gera svona almennt. En gaman væri að fleiri gætu gert svona og geri fólki eflaust gott að vera í tengslum við náttúrunn á þennan hátt. Pabbi borgaði líka lengi vel fjallskilagjald til Fljótshlíðar af þessum landskika eftir að hann og systkini hans erfðu landi eftir Mundu frænku.
Ég var reyndar í hjóltúr núna um helgina og þá sá ég helling af dýrum sem fólk hér í útjarði Kaupmannahafnar var með. Meðal annars þessar hænur.

Ingen kommentarer:

Send en kommentar